100 manna fylgdarlið með Björk Guðmundsdóttur

Björk Guðmundsdóttir á tónleikum.
Björk Guðmundsdóttir á tónleikum. mbl.is/Björg

Björk Guðmundsdóttir er nú á ferð um Bandaríkin með 100 manna fylgdarliði, hljómsveit og kór, að kynna plötu sína Vespertine. Á föstudagskvöld voru seinni tónleikar Bjarkar í Radio City Music Hall í New York, en síðan er förinni heitið til Toronto í Kanada. Að sögn Scotts Rogers, framkvæmdastjóra tónleikaferðarinnar, er nokkurt tap á ferðinni eins og ráð hafði verið fyrir gert.

Scott Rogers er framkvæmdastjóri tónleikaferðar Bjarkar og hefur unnið með henni í mörg ár, meðal annars að öðrum tónleikaferðum hennar. Hann segir að 108 manns séu í sjálfum hópnum sem fer á milli staða en um 30 séu síðan ráðnir í hverri borg fyrir sig. Rogers segir að þrátt fyrir þennan fjölda hafi allt gengið að óskum og betur en hann hefði þorað að vona. Rogers segist ekki geta nefnt neinar tölur um kostnað vegna ferðarinnar, en það sé ljóst að tap verði á tónleikaferðinni eins og reyndar hafi verið gert ráð fyrir þegar hún var skipulögð. "Við skipulögðum ferðina fyrir ári og þá var gert ráð fyrir tapi af henni, sem nú er komið á daginn. Ferill Bjarkar er ekki eitthvað sem gengur yfir á hálfu ári og byggist á að græða eins mikið og hægt er á sem skemmstum tíma. Við horfum til lengri tíma þegar við skipuleggjum tónleikaferð eins og þessa. Ég á von á að tónleikarnir á Íslandi, sem verða þeir síðustu í ferðinni, heppnist sérstaklega vel. Þar hjálpar líka mikið til að Björk verður á heimavelli og þetta verða síðustu tónleikar í langri ferð svo allir flytjendur verða í besta skapi."
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert