Línubáturinn Núpur BA enn á strandstað

Núpur situr sem fastast á strandstað.
Núpur situr sem fastast á strandstað. mbl.is/Erlendur Gíslason

Línubáturinn Núpur BA er enn á strandstað utan við Vatneyri á Patreksfirði. Ljóst er að tugmilljónatjón hefur orðið á bátnum, en hann strandaði á laugardag er hann varð vélarvana og rak upp í fjöru. Til stóð að ýta bátnum á flot síðdegis í gær en þá kom í ljós að mörg göt voru komin á skrokkinn og báturinn fylltist af sjó á háflóði fyrr um daginn.

Stoðir hafa verið settir við bátinn til að hindra að hann leggist á hliðina í sjógangi. Unnið hefur verið við að þétta götin sem komu skrokk bátsins og er vonast til að því verði lokið í kvöld. Þá verður reynt að fá skip til að draga Núp út. Sjór hefur ekki komist í brúna og því eru siglingatæki bátsins að mestu óskemmd. Í gærkvöldi og í nótt var unnið við landa úr bátnum á strandstað. Um 20 tonn af fiski voru í skipinu þegar það strandaði og talið að aflinn sé ónýtur vegna olíu sem komst í lestina. 14 manna áhöfn var á bátnum og var henni allri bjargað í land stuttu eftir strandið á laugardag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka