Vopnageymslur varnarliðsins endurnýjaðar

End­ur­nýja á vopna­geymsl­ur varn­ar­liðsins sem byggðar voru árið 1953, sem hýsa m.a. flug­skeyti sem flug­vél­ar varn­ar­liðsins bera, og hef­ur for­vals­nefnd ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins aug­lýst fyr­ir­hugað útboð vegna fram­kvæmd­anna fyr­ir hönd verk­fræðideild­ar Banda­ríkja­flota.

Að sögn Friðþórs Ey­dal, upp­lýs­inga­full­trúa varn­ar­liðsins, hafa þess­ar fram­kvæmd­ir staðið til í um tíu ár. Til stend­ur að leggja niður sprengi­efna- og skot­færa­geymsl­ur á svo­kölluðum Patter­son-flug­velli á varn­ar­svæðinu, sem reist­ar voru í upp­hafi veru varn­ar­liðsins á Kefla­vík­ur­flug­velli og tekn­ar í notk­un árið 1953. Í staðinn á að reisa nýj­ar vopna­geymsl­ur vest­an við flug­völl­inn.

Ekki er um stór­ar bygg­ing­ar að ræða en í þeim eru geymd vopn og skot­færi af ýms­um toga, frá hand­vopn­um til flug­skeyta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert