Vopnageymslur varnarliðsins endurnýjaðar

Endurnýja á vopnageymslur varnarliðsins sem byggðar voru árið 1953, sem hýsa m.a. flugskeyti sem flugvélar varnarliðsins bera, og hefur forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins auglýst fyrirhugað útboð vegna framkvæmdanna fyrir hönd verkfræðideildar Bandaríkjaflota.

Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, hafa þessar framkvæmdir staðið til í um tíu ár. Til stendur að leggja niður sprengiefna- og skotfærageymslur á svokölluðum Patterson-flugvelli á varnarsvæðinu, sem reistar voru í upphafi veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og teknar í notkun árið 1953. Í staðinn á að reisa nýjar vopnageymslur vestan við flugvöllinn.

Ekki er um stórar byggingar að ræða en í þeim eru geymd vopn og skotfæri af ýmsum toga, frá handvopnum til flugskeyta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert