Trillukarl í Bolungarvík valinn Vestfirðingur ársins

Örn Torfason í Gullauga afhendir Guðmundi Halldórssyni viðurkenningargripinn. Með þeim …
Örn Torfason í Gullauga afhendir Guðmundi Halldórssyni viðurkenningargripinn. Með þeim á myndinni eru fulltrúar bb.is, Sigurjón J. Sigurðsson og Hlynur Þór Magnússon. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Guðmundur Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík og formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, hlaut titilinn Vestfirðingur ársins 2001 í kjöri bb.is í samvinnu við Gullauga á Ísafirði og Tölvuþjónustuna Snerpu. Alls voru 59 einstaklingar tilnefndir í kosningunni en auk þess fengu „smábátasjómaðurinn“ og björgunarsveit atkvæði.

Í öðru sæti var Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og í því þriðja Rakel María Björnsdóttir, lítil stúlka sem á við veikindi að stríða. Fjórði varð Lýður Árnason læknir á Flateyri, og fimmta sæti hlaut Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og sundþjálfari hjá Vestra á Ísafirði.Í næstu sætum voru Friðný Jóhannesdóttir, læknir á Ísafirði, Guðni A. Einarsson, framkvæmdastjóri á Suðureyri, Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður á Flateyri, Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði og Kristinn Gestsson frá Suðureyri, skipstjóri á togaranum Snorra Sturlusyni RE.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert