Þingmaður víttur fyrir ummæli í fyrsta sinn í áratugi

Forseti Alþingis greip í dag til þess ráðs að víta Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, fyrir ósæmileg ummæli í sinn garð. Atburðurinn varð við umræður um störf þingsins í upphafi þingfundar í dag, en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, lýsti þá áhyggjum af byggðaþróun í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert