Bannað að nota vörumerki Eimskipafélagsins í tölvupóstfangi

Hæstiréttur úrskurðaði í dag að manni væri óheimilt að nota orðið eimskip í tölvupóstfangi sínu. Þótti það brjóta gegn rétti Eimskipafélagsins hf. og ákvæðum vörumerkjalaga.

Sýslumaður lagði á sínum tíma bann við notkun mannsins á póstfanginu eimskip@vortex.is sumarið 2000. Héraðsdómur staðfesti lögbannið með dómi í mars í fyrra en maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar. Viðurkenndi rétturinn að manninum væri óheimilt að nota vörumerki Eimskipafélagsins í netfangi sínu, eimskip@vortex.is. Málskostnaður í héraði var felldur niður en handhafi netfangsins var hins vegar dæmdur til að borga 200.000 króna málskostnað Eimskipafélagsi Íslands fyrir Hæstarétti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert