Hátt í 200 fjár lógað í Borgarfirði

Hátt í 200 fjár af bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði var lógað í sláturhúsinu í Borgarnesi í morgun eftir ítarlega vettvangsaðgerð á bænum nóttina og daginn áður sem alls tók nítján klukkustundir. Þá var á þriðja hundrað fjár flutt burtu af Höfða til fóðrunar á öðrum bæ í hreppnum. Síðdegis í dag barst sýslumanni svo skrifleg kvörtun frá lögmanni ábúenda þar sem aðgerðunum er mótmælt harðlega.

Vegna gruns um illa meðferð á búfénaði fékkst dómsúrskurður til aðgerða á bænum á fimmtudag og fóru hátt í 15 menn á staðinn frá lögreglunni í Borgarnesi og embætti yfirdýralæknis auk sýslumanns og héraðsdýralæknis. Þrjú systkini búa félagsbúi á Höfða en annar bróðirinn hefur verið með sitt sauðfé sér og án athugasemda yfirvalda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert