Sigríður Anna formaður Utanríkismálanefndar

Sigríður Anna Þórðardóttir
Sigríður Anna Þórðardóttir mbl.is

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að Sigríður Anna Þórðardóttir verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis skv. heimildum Morgunblaðsins, í stað Tómasar Inga Olrich sem tók við embætti menntamálaráðherra um síðustu helgi.

Þingflokkurinn hefur einnig ákveðið eftirfarandi breytingar á skipun þingmanna Sjálfstæðisflokksins í fastanefndir og alþjóðanefndir Alþingis: Einar Oddur Kristjánsson kemur í heilbrigðis- og trygginganefnd og Ásta Möller í fjárlaganefnd, bæði í stað Tómasar Inga. Gunnar I. Birgisson kemur í menntamálanefnd í stað Sigríðar Önnu. Í Íslandsdeild Nató-þingsins verður Árni R. Árnason aðalmaður og Gunnar I. Birgisson varamaður og í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins verður Kjartan Ólafsson varamaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert