Stúdentar missa aðstöðu í Tæknigarði vegna NATO-fundar

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur skorað á stjórnendur skólans að útvega nemendum, sem missa aðstöðu í Tæknigarði meðan á vorfundi Atlantshafsbandalagsins stendur, aðstöðu annars staðar.

Vorfundur Atlandshafsbandalagsins verður haldinn í Háskólabíói í Reykjavík dagana 14.-15 maí. Segir Röskva í ályktun að svæðið í kring verði að miklu leyti lokað fyrir umferð og aðrar byggingar í nágrenninu notaðar vegna fundarins. Tölvunarfræðinemendur hafi haft aðgang að tölvuveri í Tæknigarði sem sé sérstaklega sniðið að þeirra þörfum þar sem tölvurnar innihalda ýmis forrit sem eru þeim nauðsynleg vegna námsins. Nú sé ljóst að Tæknigarður verði í notkun vegna fundarins og missi nemendur í tölvunarfræði því aðgang að þessu tölvuveri frá og með 11. maí og fram yfir fundinn. Þetta komi sér mjög illa fyrir tölvunarfræðinema þar sem prófum í skorinni verður ekki lokið þann 11. Sérstaklega komi þetta sér illa fyrir meistaranema í faginu sem séu nú í óðaönn að ljúka meistaraverkefnum sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert