Hjón á Akureyri hafa kært starfsmann Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra á Akureyri og lögreglufulltrúa hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri fyrir persónunjósnir og einelti, að því er fram kemur í fréttum RÚV. Hjónin hafa verið kærð fyrir brot á lögum og reglum um hundahald.
Í kæruskjali segja hjónin meðal annars að stór hluti lögregluliðs bæjarins hafi verið á eftir eiginkonunni til að mynda hunda þeirra hjóna á ýmsum stöðum í bænum og veitt henni eftirför.