ESB vill sameiginlega landamæralögreglu Schengen-svæðis

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að komið verði á fót sameiginlegri landamæralögreglu á Schengensvæðinu sem gæti ytri landamæra svæðisins og aðildarríkin deili með sér útgjöldunum. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten í dag en Ísland og Noregur eru aðilar að Schengensvæðinu ásamt 13 aðildarríkjum Evrópusambandsins en Bretland og Írland eru ekki í Schengen.

Framkvæmdastjórnin vill að landamæralögreglan fái vald til að skoða vegabréf og handtaka og yfirheyra þá sem henni finnst grunsamlegir og er markmiðið að efla baráttuna gegn hryðjuverkum, fíkniefnainnflutningi og öðrum glæpum.Íslendingar hafa sömu stöðu og Norðmenn í Schengen, tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Neiti þessar þjóðir að fallast á ákvarðanir sem teknar eru innan samstarfsins þýðir það í raun úrsögn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka