Faðir og þrír synir keppa fyrir Hvöt frá Blönduósi

Frá vinstri; Vignir, Óskar, Vignir, faðir þeirra, og Finnur.
Frá vinstri; Vignir, Óskar, Vignir, faðir þeirra, og Finnur. mbl.is/gke

Sá sjald­gæfi at­b­urður átti sér stað í op­in­ber­um knatt­spyrnu­leik hér á landi í gær­kvöldi að faðir og þrír syn­ir hans léku á sama tíma inni á vell­in­um. Björn Vign­ir Björns­son og syn­ir hans; Finn­ur, Óskar og Vign­ir, léku fyr­ir hönd Hvat­ar frá Blönduósi, sem mætti Neista frá Hofsósi. Hvöt vann Neista, 5:1, og fékk sín fyrstu stig í þriðju deild­inni í sum­ar, að því er fram kem­ur á huni.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka