Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í opinberum knattspyrnuleik hér á landi í gærkvöldi að faðir og þrír synir hans léku á sama tíma inni á vellinum. Björn Vignir Björnsson og synir hans; Finnur, Óskar og Vignir, léku fyrir hönd Hvatar frá Blönduósi, sem mætti Neista frá Hofsósi. Hvöt vann Neista, 5:1, og fékk sín fyrstu stig í þriðju deildinni í sumar, að því er fram kemur á huni.is.