Heldur virðist vera að draga úr eldinum

Reyk leggur út úr versluninni Saumalist í Fákafeni 9.
Reyk leggur út úr versluninni Saumalist í Fákafeni 9. mbl.is/Sverrir

Heldur er að draga úr eldinum í kjallaranum undir Fákafeni 9 þar sem kviknaði í fyrr í dag. Enn rýkur úr kjallaranum en það virðist þó frekar vera vatnsgufa. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, sem stjórnar aðgerðum á vettvangi, segir að til standi að grafa niður með norðvesturvegg hússins og brjóta sér þar leið með sérstökum múrbrotsbíl inn í kjallarann til að komast að eldinum. Svo virðist sem eldurinn nú sé bundinn við lager Teppalands-Gólfefna og hugsanlegt er að hann hafi ekki breiðst út til annarra hluta kjallarans. Þó er óttast að allt sem í kjallaranum var sé ónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert