Hafnarfjörður greiðir ÍMS 45 milljónir

Hafnarfjarðarbær þarf að greiða Íslensku menntasamtökunum 45 milljónir króna vegna yfirtöku á samningi um rekstur Áslandsskóla. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins en samningurinn var lagður fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær.

Um er að ræða uppgjör vegna yfirtöku bæjarins á samningi um kennslu og þjónustuverkefni við grunnskóla í Áslandi dags. 11. maí 2001, með síðari viðaukum. Var samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert