Nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi

Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi. Hann tekur við starfinu af Tómasi Jónssyni.

Oddur er fæddur og uppalinn á bænum Helluvaði á Rangárvöllum, bjó þar til 16 ára aldurs en þá flutti hann á Ísafjörð. Hann hefur starfað síðustu 17 ár hjá lögreglunni á Ísafirði. Oddur tekur við starfinu á Selfossi 1. nóvember nk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert