Íslensk verkefni í notkun upplýsingatækni hljóta verðlaun

Tvö íslensk verkefni voru valin til úrslita í samkeppni Evrópska skólanetsins um bestu notkun á upplýsingatækni í skólastarfi, eShola. Verkefni Maríu B. Kristjánsdóttur og Sigurlaugar Kristmannsdóttur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hlaut fyrstu verðlaun í flokki raungreinaverkefna.

Verkefni Salvarar Gissurardóttur í Kennaraháskóla Íslands, sem ber yfirskriftina Nám og kennsla á Netinu, hlaut þriðju verðlaun í aðalverðlaunaflokki, en þar voru 9 verkefni tilnefnd til verðlauna.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í þróunarskólaverkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Yfir 800 verkefni voru send í keppnina en aðeins 16 tilnefnd til verðlauna. Höfundum íslensku verkefnanna var boðið til Stokkhólms 21. nóvember sl. þar sem verðlaunin voru veitt.

Kennarasamband Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert