Á annað þúsund manns mótmælti hugsanlegu stríði gegn Írak

Frá útifundinum á Lækjartorgi í dag.
Frá útifundinum á Lækjartorgi í dag. mbl.is/Kristinn

Útifundur gegn stríði var haldinn á Lækjartorgi í Reykjavík í dag, eins og í fjölmörgum borgum heims. Um 1.500 manns sóttu fundinn og gengu síðan að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg þar sem mótmælaskjal var afhent sendiráðsmönnum. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, var ræðumaður fundarins á Lækjartorgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka