Flak Northrop-flugvélar í Skerjafirði friðlýst

Kafarar og sprengjusérfræðingar að störfum um borð í Baldri þegar …
Kafarar og sprengjusérfræðingar að störfum um borð í Baldri þegar unnið var að rannsókn flugvélarflaksins á botni Skerjafjarðar.

Forn­leifa­vernd rík­is­ins hef­ur gefið út friðlýs­ing­ar­skjal þar sem flak Nort­hrop-flug­vél­ar­inn­ar sem fannst í Skerjaf­irði 27. ág­úst 2002 er friðlýst.  Friðlýs­ing­in fel­ur í sér köf­un­ar­bann yfir flak­inu og í 20 metra radíus í kring­um það.  Friðlýs­ing­in gild­ir þar til annað verður ákveðið af Forn­leifa­vernd rík­is­ins í sam­ráði við Land­helg­is­gæslu Íslands og dóms­málaráðuneyti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni hafa sprengju­sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar haft yf­ir­um­sjón með köf­un við flakið og rann­sókn á því. Hafa þeir aflað sér marg­vís­legra heim­ilda um það m.a. frá Nort­hrop Grum­an-verk­smiðjun­um, flugsafn­inu í Kali­forn­íu og breska og norska sendi­ráðinu.

Flug­vél­in fannst með fjöl­geislamæli sem banda­ríski sjó­her­inn lánaði Land­helg­is­gæsl­unni síðasta sum­ar.  Einu merk­ing­arn­ar sem hafa fund­ist á vél­inni eru norsk­ir ein­kenn­islit­ir und­ir vængj­um og núm­er á ol­íukæli.  Flug­vél­in var í notk­un á stríðstím­um og seg­ir Land­helg­is­gæsl­an að því megi reikna með sprengj­um í eða við flakið.  Ekki hef­ur verið staðfest hvort áhöfn vél­ar­inn­ar fórst er hún sökk á sín­um tíma og hvort lík­ams­leif­ar eru í vél­inni.

Þrívíddarmynd unnin uppúr mæligögnum úr fjölgeislamælinum af flugvélarflakinu á botni …
Þrívídd­ar­mynd unn­in up­p­úr mæligögn­um úr fjöl­geislamæl­in­um af flug­vélarflak­inu á botni Skerja­fjarðar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert