Yfirlýsing KPMG

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Símoni Á. Gunnarssyni, endurskoðanda hjá KPMG, sem send var Jóni Ólafssyni til London í gær:

"Jón Ólafsson,

66 Canfield Gardens,

London NW6, England.

Reykjavík 13. febrúar 2003.

Efni: Skattgreiðslur 1993 til 2001.

Að beiðni þinni höfum við yfirfarið greiðslur þínar á opinberum gjöldum á árunum 1993 til 2001 (tekjuárin 1992 til 2000) að báðum árum meðtöldum. Höfum við þar miðað við upphaflega álagningu skattstjóra, ásamt þeim breytingum sem skattyfirvöld hafa síðar gert á álögðum gjöldum.

Um er að ræða útsvar, tekjuskatt, sérstakan tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt sem lagðir hafa verið á þig persónulega svo og eignarskatt og sérstakan eignarskatt sem lagðir hafa verið á þig og eiginkonu þína.

Heildargreiðslur þínar á ofangreindum sköttum á þessum níu árum nema 60.055.562 kr. á verðlagi hvers árs. Framreiknað til verðlags í febrúar 2003, miðað við vísitölu neysluverð nema heildargreiðslurnar 83.146.925 kr. eða að meðaltali 9.238.547 kr. á ári.

Virðingarfyllst,

KPMG."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert