Mola leitað eftir bílslys

Moli er týndur eftir að hafa lent í bílslysi.
Moli er týndur eftir að hafa lent í bílslysi. mbl.is

Sorg ríkir í Kattholti eftir að fréttir bárust af hremmingum kattarins Mola sem þar dvaldi til skamms tíma. Moli er fatlaður og fannst vegalaus á götum borgarinnar í vetur. Nýbúið var að koma honum í fóstur hjá nýjum eigendum en ekki vildi betur til en svo að á föstudaginn lenti eigandi hans í bílveltu með köttinn í bílnum, stutt frá Fornahvammi, rétt áður en lagt er á Holtavörðuheiði. Hann var í búri sem opnaðist við bílveltuna og hefur ekki sést til hans síðan. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í óhappinu, en verulegt eignatjón.

"Þær fóru tvær starfskonur héðan úr Kattholti á laugardag og leituðu án árangurs á svæðinu fram í myrkur. Þær fundu samt spor eftir hann svo nú erum við að safna liði til að fara og leita um næstu helgi," segir Sigríður Heiðberg í Kattholti. Einnig hefur lögreglan svipast um eftir kettinum.

Moli er eyrnamerktur og mjög gæfur, að sögn Sigríðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka