Bensínfóturinn þungur á Reykjanesbraut

Benínfótur ökumanna á Reykjanesbraut var þungur í gær, og voru ökumenn fimm bíla stöðvaðir eftir að þeir urðu uppvísir að því að aka á um 120 km hraða á klukkustund. Þá voru tveir menn handteknir á Reykjanesbraut á Strandarheiði aðfaranótt fimmtudags grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis.

Lögreglan í Keflavík stöðvaði fyrst ökumann á 122 km hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun klukkan 1:42 aðfaranótt fimmtudags. Klukkan 2:28 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 126 km hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Klukkan 19:57 í gær var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 118 km hraða rétt austan við Vogastapa, klukkan 23:20 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 121 km hraða á Reykjanesbraut á Vogastapa og klukkan 23:34 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 118 km hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Á öllum þessum stöðum er leyfilegur hármarkshraði 90 km á klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert