Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavíkurhöfn

Skemmtiferðaskipið Viking Polaris í Reykjavíkurhöfn í morgun.
Skemmtiferðaskipið Viking Polaris í Reykjavíkurhöfn í morgun. mbl.is/Júlíus

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Reykjavíkurhafnar klukkan sjö í morgun. Skipið heitir Viking Polartis og er minnsta skemmtiferðaskipið sem kemur hingað í sumar en það er ekki nema 71 m að lengd, samkvæmt upplýsingum hafsögumanns við höfnina. Skipið, sem er skráð á Bahamaeyjum, er á leið til Grænlands þar sem það mun vera í sumar en það mun koma hingað aftur í september á leið sinni aftur til Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka