Vegna uppsetningu beygjuljósa verða umferðarljós á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar tekin úr sambandi á laugardaginn kemur frá klukkan 8:30 og fram eftir degi. Á meðan annast lögreglan umferðarstjórn á gatnamótunum.
Breytingin felst í því að sett verða beygjuljós á vinstri beygju af Kringlumýrarbraut inn á Miklubraut sem verða þó ekki virk nema á kvöldin og um nætur virka daga og allar helgar. Þegar beygjuljós eru ekki virk munu þau blikka gulu ljósi.