Bankarán í Íslandsbanka í Lóuhólum

Lögregla hefur leitað að ræningjanum í Breiðholti síðdegis, m.a. með …
Lögregla hefur leitað að ræningjanum í Breiðholti síðdegis, m.a. með aðstoð leitarhunda. mbl.is/Júlíus

Bankarán var framið í útibúi Íslandsbanka í Lóuhólum rétt fyrir kl. 15. Ekki er enn ljóst hve margir stóðu að ráninu en að sögn lögreglu ruddist einn maður inn í bankann og tók eitthvað af peningum. Engan sakaði en svo virðist sem maðurinn hafi stokkið yfir gjaldkerastúku með eitthvað vopn í höndunum sem líktist hnífi. Á eftir hvarf maðurinn á braut og stefndi í átt til Bilkahóla. Lögreglan leitar mannsins, m.a. með aðstoð leitarhunda.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík, að unnið sé að rannsókn málsins. Einstaklingar sem búi yfir upplýsingum sem kunni að tengjast málinu séu hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 569-9020 eða 569-9050.

Lögregla að störfum inni í bankaútibúinu við Lóuhóla.
Lögregla að störfum inni í bankaútibúinu við Lóuhóla. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert