Mikilvægt að kaup á vændi verði gerð ólögleg

Mikilvægt er að kaup á vændi verði gerð ólögleg svo Ísland verði ekki gróðastía fyrir glæpastarfsemi sem hefur hagnað sinn af eymd annarra, segir í ályktun landsfundar Ungra vinstri grænna, sem haldinn var á föstudag og laugardag. „Ung vinstri græn skora á íslensk stjórnvöld að þora að stíga þetta mikilvæga skref í baráttunni gegn verslun með konur og börn og setja með því öðrum þjóðum gott fordæmi,“ segir ennfremur.

Þá var ályktað um ýmis fleiri efni og meðal annars lagt til að skoðað verði að afnema samræmd próf. Þá hvatti fundurinn til þess að skipuð verði rannsóknarnefnd „til að skoða blekkingar í aðdraganda Íraksstríðsins“ og einnig samþykkt áskorun á ríkisstjórnina um að taka á kjaramálum verkamanna upp á Kárahnjúkum.

Nánar um ályktanir UVG á vef samtakanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert