Frumvarp um bann við kaupum á kynlífsþjónustu

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hyggst leggja fram á komandi þingi frumvarp til laga um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en meðflutningsmenn verða konur úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Þetta kom fram á blaðamannafundi VG í dag, en þar voru kynnt nokkur þau helstu þingmál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á í vetur.

Meðal annarra þingmála sem þingflokkurinn kynnti í dag var frumvarp um að lögfest verði sérstakt úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi á heimilinu. Miðar frumvarpið að því að ofbeldismaðurinn verði fjarlægður af heimilinu og honum bannað að heimsækja heimilið í allt að þrjá mánuði. Einnig hyggst þingflokkurinn leggja fram frumvarp um vitna- og fórnarlambavernd og frumvarp um bann við umskurði á kynfærðum kvenna, svo dæmi séu nefnd.

Þá hyggst þingflokkurinn ásamt Frjálslynda flokknum leggja fram sameiginlega beiðni um skýrslu um undirbúning og framkvæmd síðustu alþingiskosninga. Fleiri þingmál voru kynnt í dag m.a. frumvarp sem felur í sér að heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til að fjárfesta og eiga í atvinnufyrirtækjum verði takmarkaðar. Ennfremur að skilið verði á milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með skýrari hætti en nú er. Þá ætlar þingflokkurinn að leggja fram tillög um uppbyggingu sjúkrahótela og tillögu um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert