Stefnuræða forsætiráðherra flutt í kvöld

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og verða umræður um ræðuna í kjölfarið. Þingfundur hefst klukkan 19:50 en umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, þar sem forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu, en aðrir þingflokkar hafa 12 mínútur í fyrstu umferð. Í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

Sjálfstæðisflokkur
Samfylkingin
Framsóknarflokkur
Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn verða fyrir Sjálfstæðisflokk: Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í fyrstu umferð, Guðlaugur Þór Þórðarson, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri umferð og Einar Oddur Kristjánsson, 9. þm. Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð, Össur Skarphéðinsson, 1. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og Anna Kristín Gunnarsdóttir, 6. þm. Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk tala Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, í fyrstu umferð, í annarri Hjálmar Árnason, 6. þm. Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Kolbrún Halldórsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þriðju umferð Þuríður Backman, 10. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis, og Sigurjón Þórðarson 10. þm. Norðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 10. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis, í þeirri þriðju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert