Kristján Pálsson genginn í Sjálfstæðisflokkinn á ný

Kristján Pálsson.
Kristján Pálsson.

Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur gengið í Sjálfstæðisflokkinn á ný en hann stóð fyrir sérframboði í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor þar sem hann var ekki sáttur við hvernig raðað var á framboðslista Sjálfsflokksins í kjördæminu.

Fram kom á stjórnarfundi sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings í vikunni að Ingólfur Bárðarson, formaður félagsins hefði átt frumkvæði að því að ræða við Kristján um að hann gangi aftur til liðs við sjálfstæðisfélagið og hefði Kristján orðið við þeirri áskorun.

Í bókun á stjórnarfundinum kemur fram að stjórnin fagni því að Kristján hafi gengið aftur til liðs við flokkinnm og voni að með þessu náist fullnaðar sættir á milli aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka