Handhafar höfundarréttar Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness undirbúa málshöfðun á hendur Hannesi Hólmsteini Gissunarsyni fyrir meðferð hans á textabrotum úr verkum Halldórs í nýrri ævisögu um skáldið. Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Guðnýju Halldórsdóttur, dóttur Halldórs. Þar sagði Guðný að Hannes færi ekki aðeins offari í verkum föður síns heldur einnig í verkum höfunda sem fjallað hafa um Halldór, svo sem Helgu Kress, Ólafi Ragnarssyni og Peter Hallberg.