Ævisagan um Halldór Laxness byggð á rannsóknum Hallbergs

Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, segir í grein í Lesbók Morgunblaðsins í dag að ævisaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness byggist alfarið á rannsóknum sænska fræðimannsins Peters Hallbergs og bæti þar engu við sem máli skipti.

Útgefandi bókarinnar um Halldór, Almenna bókafélagið (AB), sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. kemur fram að líkt og með önnur handrit hafi handrit bókarinnar eftir Hannes Hólmstein verið lesið af "ýmsum sérfróðum aðilum um efni bókarinnar, bæði á vegum höfundar og útgefanda, og tillit tekið til athugasemda þeirra". Enginn þessara aðila hafi gert athugasemdir um þau atriði sem hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Segir AB gagnrýni af þessum toga á forlagið úr lausu lofti gripna og ekki á rökum reista.

Helga Kress segir ennfremur í Lesbókinni að aðferð Hannesar felist ýmist í því að gera útdrátt úr köflum eða endursegja þá svo til orðrétt. Heldur hún því einnig fram að Hannes hafi á sama hátt nýtt sér texta Halldórs Laxness sem hann setji fram sem sinn eigin. Og Helga bætir við: "Að öðru leyti einkennist stíll bókarinnar af upptalningum, mest á fólki, og samhengisleysi þeirra atriða sem tínd eru til, oft úr annarra manna ritum, og er þá undir hælinn lagt hvort heimilda sé getið."

Helga sýnir dæmi um vinnubrögð Hannesar og segir að endingu: "Svona mætti lengi telja, og fer þá að verða spurning eftir hvern bók hans [Hannesar] er."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert