Ómar Ragnarsson, fréttamaður, er maður ársins, samkvæmt vali hlustenda Rásar 2. Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, var í öðru sæti, Garðar Sverrisson, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins var í þriðja sæti, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, var í fjórða sæti og í fimmta sæti var Magnús Guðmundsson, sem bjargaði dreng frá drukknun í sundlaug á Flateyri.