Greinargerðin yfirklór

"HANN hef­ur orðið upp­vís að ritstuldi og það er ekki nóg að skrifa grein­ar­gerð eft­ir slíkt fram­ferði," seg­ir Guðný Hall­dórs­dótt­ir, dótt­ir Hall­dórs Lax­ness, um grein­ar­gerð dr. Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, þar sem hann vís­ar á bug ásök­un­um um ritstuld eða óheiðarleg vinnu­brögð í bók sinni Hall­dór.

"Við bíðum eft­ir því að maður­inn biðjist af­sök­un­ar," seg­ir Guðný. "Ef hann ger­ir það ekki verðum við að fara að at­huga okk­ar gang. Þetta er ekki líðandi. Það eru höf­und­ar­rétt­ar­lög í land­inu og ég skil ekki af­hverju hann á ekki að virða þau eins og aðrir." Í þessu sam­bandi nefn­ir hún að ekki gangi að taka sjálf­stæða sköp­un eft­ir rit­höf­und og snúa henni að eig­in vild og gefa út aðra bók.

Guðný seg­ir að hún hafi ekki lesið bók­ina og ætli ekki að gera það, en hún hafi gluggað í hana og grein­ar­gerðin sé bara yfir­klór. "Það er alltaf að koma meira og meira í ljós það sem hann er að taka upp eft­ir öðru fólki og gera að sín­um texta. Til dæm­is úr bók Ólafs Ragn­ars­son­ar og ann­arri sem heit­ir Nær­mynd af Nó­b­el­skáldi.

Hann hef­ur varla skrifað orð í þessa bók, mann­greyið." Að sögn Guðnýj­ar eru marg­ar rang­færsl­ur í bók Hann­es­ar og rangt farið með.

"Ég veit ekki hvaða feng­ur er í því að eiga svona bók, sem er gerð á bak við alla og farn­ar ókurt­eis­ar leiðir að öllu," seg­ir hún.

Guðný seg­ist ekki geta sagt álit sitt á grein­ar­gerðinni. "Maður­inn stel­ur og fer svo í burtu en hann hlýt­ur að hafa vitað að þetta myndi koma upp," seg­ir hún og gef­ur lítið fyr­ir að Hann­es hafi verið sam­bands­laus við Ísland í út­lönd­um. "Árið 2004 eru öll börn í sam­bandi út um all­an heim en þá þyk­ist hann ekki getað svarað neinu. Svo kem­ur hann heim, hóar á blaðamanna­fund og dreif­ir ein­hverri grein­ar­gerð, en það hef­ur ekk­ert breyst."

Vill ekki tjá sig

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert