Halldór Ásgrímsson: Fyrsti efnavopnafundurinn í Írak heimsatburður

Verulegt magn af sprengjuvörpukúlum sem innihalda torkennilegan vökva fannst í …
Verulegt magn af sprengjuvörpukúlum sem innihalda torkennilegan vökva fannst í S-Írak í gær.

Íslenskir sprengjusérfræðingar í Írak fundu í gær sprengikúlur sem innihéldu sinnepsgas, að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tjáði Morgunblaðinu í dag. Hefðu danskir og breskir sérfræðingar staðfest þessa efnagreiningu við utanríkisráðuneytið, en nákvæmari greining fengist þegar efnið hefði verið rannsakað í bandarískri efnarannsóknarstofu sem verið er að flytja á staðinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins getur sú greining tekið tvo til þrjá daga.

Þetta er í fyrsta sinn sem efnavopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“

Í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér síðdegis sagði að tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, sem starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar í suðurhluta Íraks, við hlið danskra hermanna, hefðu fundið „verulegt magn“ af sprengjuvörpukúlum, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins, og var torkennilegur vökvi í kúlunum. Hefðu kúlurnar verið faldar í uppbyggingu á vegarspotta.

Íslensku sérfræðingarnir voru kallaðir á vettvang skammt frá borginni Basra við Tígrisfljót til að gera óvirkar sprengjur sem þar höfðu fundist.

Utanríkisráðuneytið segir að við frekari rannsókn sérfræðinganna hefðu komið í ljós talsverður fjöldi af sprengjuvörpukúlum, og hefðu fyrstu mælingar bent til að hleðslurnar í kúlunum væru ekki af hefðbundinni gerð.

Danskir sprengjusérfræðingar hefðu staðfest þessa frumniðurstöður Íslendinganna og síðan verið kallað á breska sérfræðinga til að gera enn frekari mælingar. Þá hefðiverið ákveðið að senda á staðinn færanlega, bandaríska efnarannsóknarstöð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert