Smygluðu landa inn á veitingastað í miðborginni

Tveir piltar, undir aldri, voru uppvísir að því að smygla landa inn á veitingastað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Urðu átök milli þeirra og dyravarða. Lögreglan kom á staðin og reyndust piltarnir vera með fíkniefni á sér og voru vistaðir í fangageymslu.

Þá óskaði maður aðstoðar lögreglunnar í Reykjavík á veitingastað sömu nótt og sagði að menn biðu fyrir utan og ætluðu að berja sig. Í ljós kom að þarna hafði maður farið með konu sinni á kvennaklósettið. Einhver læti urðu, sparkað var og djöflast á hurðinni og þegar hann kom fram urðu átök milli manna og datt einhver í gólfið. Það mun hafa verið afgreitt þeirra í milli en síðan var beðið eftir kæranda utan við staðinn og ráðist á hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert