Burger King veitingastaður verður opnaður í Smáralind á morgun og er þetta sá fyrsti af nokkrum stöðum sem áætlað er að opna á Íslandi á næstu árum. Ísland er þriðja nýja landið á síðustu 12 mánuðum þar sem Burger King staðir eru opnaðir.
Fjárfestingin hljóðar í heild upp á 2,5 milljónir dollara og mun skapa um 70 störf, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu.
Tankurinn ehf. hefur sérleyfi fyrir Burger King á Íslandi.