Reyna að lyfta Guðrúnu Gísladóttur í næstu viku

Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappastraumen við Norður-Noreg.
Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappastraumen við Norður-Noreg. mbl.is

Fyrirhugað er að starfsmenn Seløy Undervannsservice í Noregi hefjist handa við að lyfta flaki Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni í Nappstraumen á fimmtudaginn í næstu viku.

Talið er að það taki vikutíma að ná skipinu upp á yfirborðið, að því er fram kemur á fréttavef norska svæðisútvarpsins í Nordland í Noregi.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að aðgerðir björgunarmanna hæfust nk. mánudag en undirbúningur hefur tafist vegna slæmra veðurskilyrða.

Ottar Longva, deildarstjóri í norsku strandgæslunni, segir við NRK að bjartsýni ríki um að hægt verði að ná flakinu upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert