Íslendingar vilja selja Skotum rafmagn

Greint er frá því í skoska blaðinu Scotland on Sundy í dag að Íslendingar vilji selja Skotum rafmagn um sæstreng í framtíðinni. Haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni, verðandi forsætisráðherra, að hann hafi lengi haft áhuga á því að selja orku frá Íslandi til meginlands Evrópu. Rafstrengur frá Íslandi til Skotlands yrði um 500 mílna langur. Slíkur stengur myndi kosta um 500 milljónir punda eða um 65 milljarða íslenskra króna.

Halldór Ásgrímsson segir í viðtali við skoska sjávarútvegsblaðið Fishing Monthly að tæknilega sé þetta mögulegt. „Þetta er dýrt, en ég trúi því að sá dagur muni renna upp, að við tengjum rafstreng frá Íslandi til Evrópu,“ segir Halldór.

Enrique Acha, prófessor í rafmagnstæknifærði við háskólann í Glasgow, segir þetta vel mögulegt og gæti komið sér vel fyrir Skota. Þá sagðist hann einnig geta séð fyrir sér fyrirtæki í Skotlandi sem mundi selja rafmagnið frá Íslandi áfram til annarra Evrópulanda.

Scotland on Sundy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert