Skugganefja í Víkurfjöru

Sverrir Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, tekur sýni úr hvalnum.
Sverrir Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, tekur sýni úr hvalnum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Forvitnilegan hval rak upp í Víkurfjöru í Mýrdal rétt fyrir páska og eru allar líkur taldar á því að um sé að ræða hval af tegundinni skugganefju. Starfsmenn Mýrdalshrepps tóku sig til fljótlega eftir að skepnan fannst og urðuðu hana í fjörunni vegna áhyggna af ólykt af hræinu. Gripu því vísindamenn Hafrannsóknastofnunar í tómt í fyrstu, þegar þeir komu til að rannsaka hvalinn. Eftir nokkra eftirgrennslan fundu þeir urðunarstaðinn og grófu hræið upp með hjálp starfsmanna hreppsins.

Að sögn Sverris Halldórssonar, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun, eru allar líkur á að um skugganefju sé að ræða, en hún er afar sjaldgæf hér við land. "Ég held að staðfest sé að hana hafi rekið á land sex sinnum hér á Íslandi," segir Sverrir. Um er að ræða hvalkú, rétt tæpa sex metra að lengd. "Mér fannst þessi kýr frekar grönn, en við höfum ekki margar til samanburðar. Mér sýnist hún einnig hafa verið þunguð."

Skugganefjur lifa mest á smokkfiski. Þær eru djúphafshvalir og finnast á miklu dýpi. "Þær tilheyra svínhvölum sem eru afar styggir og forðast skip mjög ákveðið. Þess vegna sjáum við svínhvali sjaldan í talningum," segir Sverrir. Skugganefjur sækja yfirleitt nokkru sunnar og er Ísland við nyrstu mörk útbreiðslusvæðis þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert