Dorrit verður viðstödd hátíð í Kaupmannahöfn

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff. mbl.is/RAX

Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, fór í dag til Kaupmannahafnar til að vera viðstödd hátíðarsýningu, sem haldin verður í kvöld í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn til heiðurs Friðriki krónprins Dana og Mary Donaldson, heitkonu hans.

Brúðkaup þeirra Friðriks og Mary fer fram í Kaupmannahöfn á morgun. Ólafur Ragnar er enn á Íslandi og ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort hann verði viðstaddur brúðkaupið. Ólafur Ragnar kom til landsins í gær frá Mexíkó en hann ætlaði upphaflega að fara beint frá Mexíkó til Danmerkur til að vera viðstaddur brúðkaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka