Verðbólguskot ógnar kjarasamningum

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,82% milli apríl og maí. Tólf mánaða verðbólga er komin í 3,2%, sem er yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að hækkun vísitölu neysluverðs sé mun meiri en reiknað hafi verið með og hún valdi verulegum áhyggjum. Skammt sé liðið frá því að skrifað var undir kjarasamninga þar sem gengið hafi verið út frá forsendum um lága verðbólgu.

"Ef þessi verðbólga verður viðvarandi eru forsendur kjarasamninganna einfaldlega brostnar og kjarasamningum gæti verið sagt upp. Það verður þó að hafa í huga að ekki má horfa um of á stakar verðbólgumælingar."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert