Flak Guðrúnar Gísladóttur mikið skemmt

Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappstraumen við Norður-Noreg.
Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappstraumen við Norður-Noreg.

Flak íslenska skipsins Guðrúnar Gísladóttur, sem sökk í Nappstraumen í Lofoten í Noregi fyrir rúmum tveimur árum, er mun verr farið en áður var talið. Þetta hefur norska ríkisútvarpið eftir Tor Christian Sletner, sem stýrir björgunaraðgerðum fyrir hönd norsku strandgæslunnar.

Um 40 metra löng rifa er á skipsskrokknum og er opið inn í lest, vélarrúm og olíutank, að sögn Sletner. Strandgæslan og fyrirtækið Seløy Undervannsservice ráða nú ráðum sínum um hvernig haga eigi björgun flaksins.

Björgunartilraunir hafa nú staðið yfir í rúmlega eitt og hálft ár og segir Sletner að óvíssa ríki um hvenær hægt verði að ná skipinu upp. Ljóst sé að skemmdirnar á flakinu muni hafa áhrif á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert