Hugguleg stemning á tónleikum Kris Kristoffersons

Sveitasöngvarinn Kris Kristofferson lék fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem hann heillaði gesti Hallarinnar með einlægni sinni og boðskap friðar og umburðarlyndis.

Kris lék gömul lög og einnig nokkur nýrri og notaðist einungis við munnhörpu og gítar á tónleikunum. Í upphafi tónleikanna lenti Kris í örlitlum vandræðum er hann var að stilla gítar sinn. Hann sagði þá við tónleikagesti að sér fyndist það kúnstugt að þeir skyldu hafa borgað fúlgur fjár fyrir að sjá mann stilla gítar, sem hann getur ekki spilað almennilega á þegar hann er rétt stilltur.

Ríó Tríó og KK hituðu upp fyrir Kris á tónleikunum í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert