Stjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 7,5% en fylgi Sjálfstæðisflokks er 32,3% meðal þeirra sem taka afstöðu. Fylgi Samfylkingar mælist nú 31,3%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 20,5% og fylgi Frjálslynda flokksins er nú 8,3%.
65,5% þeirra sem tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 34,5% sögðust styðja hana.
Könnunin var gerð á föstudag og var hringt í 800 manns, skipt jafn milli kynja og búsetu. 60,4% tóku afstöðu til spurningar um stuðning við flokka en ekki kemur fram í Fréttablaðinu hve stórt hlutfall tók afstöðu til spurningar um stuðning við ríkisstjórnina.