Tæknideild lögreglunnar lét í dag draga tvo bíla frá húsi við Stórholt í Reykjavík, í tengslum við hvarf konu aðfararnótt sunnudags í síðustu viku. Um er að ræða sendibíl og fólksbíl sem skoðaðir verða nánar af lögreglu í þágu rannsóknar málsins, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Fréttavefs Morgunblaðsins er sendibíllinn vinnubifreið manns sem er í haldi lögreglu vegna málsins, en fólksbíllinn tilheyrir konunni sem saknað er.
Lögregla segir að engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu.