Harður þriggja bíla árekstur varð á hringveginum um Langadal á móts við Geitaskarð laust fyrir kl. fimm í dag. Slysið varð er fólksbíl var ekið yfir á rangan vegarhelming og á móti umferð. Hann ók á meðalstóran jeppa sem var nánast kyrrstæður á veginum. Jeppinn kastaðist á Pajero-jeppa sem kastaðist út af veginum.
Tvö eldri hjón, sem voru í meðalstóra jeppanum, og eldri maður, sem í fólksbílnum var, voru flutt á sjúkrahús á Akureyri. Grunur leikur á að maðurinn hafi hlotið beinbrot.
Loka þurfti veginum í rúma klukkustund. Að sögn lögreglu voru vegfarendur mjög tillitssamir og komu strax til hjálpar.
Allir þrír bílarnir voru fluttir af vettvangi á vörubíl.