Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð.
Flugmálastjórn segir, að samkvæmt flugáætlun hafi flugmaðurinn að fljúga frá Tungubakkaflugvelli kl. 14:37 og lenda þar aftur klukkustund síðar. Flugmaðurinn lét flugturninn í Reykjavík vita af óhappinu kl. 14:56.
Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) var þegar tilkynnt um málið og fer hún með rannsókn óhappsins.