Líðan manns, sem ekið var á þar sem hann var á gangi í Ártúnsbrekku í fyrrinótt, er óbreytt. Hann fannst um tvöleytið í fyrrinótt liggjandi í brekkunni en sá sem á hann ók flúði af vettvangi. Maðurinn var meðvitundarlítill þegar að honum var komið. Hann hlaut höfuðáverka og var lagður á gjörgæsludeild en ekki talinn í lífshættu.
Skömmu eftir að maðurinn fannst fann lögregla talsvert laskaða bifreið sem talin er hafa átt hlut að máli og meintan ökumann hennar sem grunaður er um ölvun við akstur. Hann er um þrítugt líkt og fórnarlambið.