Samkeppnisstofnun: Skorður í frumvarpinu fara enn gegn markmiðum samkeppnislaga

„Við teljum að breytingarnar á frumvarpinu frá því það fyrst kom fram í vor séu í veigamiklum atriðum þannig að þær breyti ekki fyrri afstöðu okkar. Þess vegna vísuðum við raunverulega til fyrri umsagnar okkar,“ segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkeppnisstofnunar en hann var kallaður fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna fjölmiðlafrumvarpsins í morgun.

„Ég sat nú aðallega fyrir svörum í næstum tvo tíma og var spurður um ýmsa þætti samkeppnislaga og úrskurði með tilliti til frumvarpsins. Menn voru að velta upp ýmsum möguleikum.

Stofnunin var beðin um umsögn um frumvarpið eins og það liggur fyrir nú. Við veittum einnig umsögn um frumvarpið eins og það fyrst kom fram í vor og vísuðum raunverulega til hennar nú.

Við teljum að breytingarnar sem orðið hafa á frumvarpinu frá því það upphaflega kom fram séu ekki í veigamiklum atriðum þannig að þær breyti okkar fyrra áliti.

Í megin atriðum er frumvarpið á þá leið að margt í þeim skorðum á eignarhaldi sem settar eru þar fer í eðli sínu gegn markmiðum samkeppnislaga,“ sagði Guðmundur við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert