Rétt eftir miðnætti fékk Slökkvilið Akureyrar beiðni um sjúkraflug til Kulusuk á Grænlandi. Sækja þurfti alvarlega slasaðan 9 ára gamlan dreng. Sjúkraflutningamaður og tveir læknar, svæfingalæknir og deildalæknir, fóru í flugið með Metró flugvél Flugfélags Íslands.
Lent var á flugvellinum í Kulusuk og þaðan flogið með þyrlu til Ammassalik að sækja drenginn. Flogið var síðan með hann til Reykjavíkur en þangað er flugvélin væntanleg eftir um stundarfjórðung; upp úr 6:30.