Ungir framsóknarmenn í Reykjavík suður styðja fjölmiðlafrumvarpið

Ungir framsóknarmenn í Reykjavík suður styðja heilshugar við bakið á þingflokki Framsóknarflokksins í hinu svokallaða fjölmiðlamáli, segir í fréttatilkynningu.

"Við hjá ungum framsóknarmönnum í Reykjavík suður mótmæltum frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum eins og það lá fyrir þann 5. maí 2004. Hefur frumvarpið tekið stakkaskiptum síðan þá og hefur ríkisstjórnin komið til móts við allar þær athugasemdir sem ungir framsóknarmenn í Reykjavík suður höfðu er varða eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja og niðurfellingu leyfa að tveimur árum liðnum," segir í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert